fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Erfiðleikar hjá Jóa Fel á Selfossi og Hellu – „Það kemur í ljós í næstu viku hvernig þetta fer“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldþrot vofir yfir tveimur bakaríum sem Jói Fel keypti í desember árið 2017, en þetta eru Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Um 20 manns vinna á þessum stöðum.

DV fékk ábendingar um að félagið sem rekur fyrirtækin hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í gær. Þessu neitar Jói í samtali við DV:

„Það er bara verið að vinna í þessu og þetta skýrist síðar.“

Jói segir að það skýrist í næstu viku hvort rekstrinum verði bjargað. „Ég get ekki tjáð mig meira um þetta núna en það skýrist í næstu viku hvernig þetta verður. Það er verið að vinna í málunum núna.“

Í frétt sem Visir.is birti um kaupin árið 2017 segir:

„Já, það er rétt,  ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, segir Jóhannes Felixson bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel, aðspurður hvort hann væri búinn að kaupa bakaríin.

Engar uppsagnir verða samhliða kaupunum, starfsmenn á báðum stöðunum munu halda vinnu sinni. Eftir kaupin verður Jói Fel eigandi sjö bakaría með yfir 100 starfsmenn.“

Í frétt sem Eiríkur Jónsson birti fyrir sex dögum segir að Guðni bakari hafi verið lokað og fékkst þá staðfest að reksturinn hefði stöðvast. Í maí birti Eiríkur frétt þess efnis að Jói hefði sett bakaríin á sölu. Aðspurður segir Jói að ekki standi til að loka fleiri bakaríum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin