fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Söngstjarnan Susan Boyle beitt viðurstyggilegum ofsóknum og ofbeldi í heimabæ sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2017 00:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 15 manna hópur unglinga í bænum Blackburn í West Lothian í Skotlandi hefur undanfarið ofsótt og svívirt söngkonuna Susan Boyle með einkar viðurstyggilegum hætti. Boyle hlaut heimsfræg eftir að hún tók þátt í sjónvarpsþáttunum Britain’s Got Talent árið 2009 og heillaði sjónvarpsáhorfendur um allan heim. Hún er með Asperger heilkennið og skynjar umheiminn ekki alltaf á réttan hátt. Heilkennið gerir hana líka að berskjölduðu skotmarki fyrir hrekkjum og áreitni.

Nágrannar söngkonunnar hafa undanfarið greint lögreglu frá því að Boyle megi búa við stöðugt áreitni og ofbeldi af hendi hóps um 16 til 18 ára unglingspilta. Frá þessu er greint í miðlunum Daily Mail og Daily Mirror. Meðal annars hefur logandi pappír verið hent í andlit söngkonunnar, hún hefur orðið fyrir grjótkasti á strætisvagnabiðstöðum og unglingahópurinn hefur hlaupið á eftir strætisvagni sem hún var um borð í og grýtt farartækið.
Þá hafa verið gerð hróp að söngkonunni í verslunarmiðstöð í hverfinu hennar og andstyggileg fúkyrði kölluð til hennar.

Nágrannar hennar segjast hafa komið henni nokkrum sinnum til varnar og snúist gegn unglingum sem hafa verið að áreita hana. Talið er að Susan Boyle, sem er núna 56 ára gömul, hafi orðið fyrir neikvæðu áreiti af þessu tagi allt frá því hún öðlaðist frægð fyrir einstæðan söng sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“