fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Skapari Paddington er látinn

Michael Bond skrifaði 26 bækur um marmelaði-elskandi björninn Paddington

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 30. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rithöfundurinn Michael Bond, höfundur hinna vinsælu barnabóka um bangsann Paddington, er látinn 91 árs að aldri. Hann lést á þriðjudag heimili sínu í námunda við Paddington-lestarstöðina í London eftir stutt veikindi.

Fyrsta bókin um marmelaði-elskandi bangsann frá Perú, A Bear Called Paddington, kom út árið 1958, en hugmyndina fékk Bond þegar hann rak augun í leikfangabjörn í búðarglugga við Paddington-stöðina á leið sinni heim úr vinnunni. Bond hélt áfram að skrifa sögur um Paddington allt til dauðadags en sú tuttugasta og sjötta, Paddington’s Finest Hour, var gefin út í apríl á þessu ári. Bækurnar um Paddington hafa selst í meira en 35 milljónum eintaka, komið út á meira en 40 tungumálum og hefur verið breytt í leikrit, sjónvarpsþætti og nú síðast kvikmyndina Paddington sem naut mikilla vinsælda þegar hún kom út árið 2014.

Á rithöfundarferlinum skrifaði Bond fjölda annarra verka, bæði fyrir börn og fullorðna.

Fjölmargir hafa vottað Bond virðingu sína eftir að fréttir af andláti hans bárust. Stephen Fry minntist hans til að mynda á Twitter-síðu sinni: „Mér þykir leitt að heyra að Michael Bond sé farinn frá okkur. Eins og björninn Paddington sem hann gaf okkur var hann ljúfmenni, virðulegur, heillandi og elskulegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 12 klukkutímum

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu