fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Arnold gerir mynd um höfin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnold Schwarzenegger mætti galvaskur á kvikmyndahátíðina í Cannes til að kynna nýja heimildamynd sína, Wonders of the Sea, sem sýnd er á hátíðinni. Hann er framleiðandi myndarinnar og jafnframt þulur. Sonur hans Patrick er meðal meðframleiðenda. „Við þurfum að vernda höfin, án þeirra getum við ekki lifað. Myndin er gerð til að vekja fólk til meðvitundar um vandann. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Leikstjóri myndarinnar er umhverfisverndarsinninn Jean-Michel Cousteau.

Nýlega var tilkynnt að kappinn myndi leika í sjöttu Tortímandamyndinni sem James Cameron framleiðir. Hann segir að Cameron hafi ýmsar góðar hugmyndir um hvernig eigi að halda áfram með þá sögu alla. Ólíklegt er þó talið að Cameron muni leikstýra myndinni þar sem hann er að undirbúa tökur á Avatar 2. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að leikstjóri Deadpool, Tim Miller, muni taka að sér verkið en það hefur ekki fengist staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“