fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Dularfull málmbox með peningum í finnast víða um heim – Hver stendur á bak við þetta?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 07:00

Eitt af málmboxunum. Mynd:Snoopos/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa dularfull málmbox fundist víða um heim. Þegar fólk opnar þau reynast peningar vera í þeim. Box sem þessi hafa meðal annars fundist í Ástralíu, Bandaríkjunum, Ítalíu, Danmörku og Nýja-Sjálandi.

Peningunum fylgja þau skilaboð að fólk megi eiga þá. Í Bandaríkjunum hefur lögreglan tekið þessu mjög alvarlega og hefur unnið að rannsókn málsins og hefur varað fólk við að snerta box sem þessi ef það finnur þau. Best sé að tilkynna lögreglunni um þau.

Danska Ekstra Bladet ræddi við ungan mann sem fann box sem þetta í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Hann sagðist í fyrstu hafa talið að um gabb væri að ræða en svo var ekki. Í boxinu hafi verið 100 kr seðill.

Á Instagram er aðgangur undir nafninu Snoopos en það virðist vera hópur sem stendur á bak við þessar dularfullu „gjafir“. Þar eru birtar myndir frá mörgum stórborgum víða um heim þar sem box sem þessi sjást og með þeim texti um að þau hafi verið skilin eftir í borginni.

Engin skýring fylgir með á hverju þetta sætir en hugsanlega hefur fréttamiðillinn Universal Hub í Boston óvart fundið skýringuna eða öllu heldur fengið hana beint upp í fangið. Þar í borg hafa box sem þessi fundist og hafa sprengjusérfræðingar lögreglunnar verið kallaðir til þar sem boxin þóttu grunsamleg.

Í athugasemdakerfi miðilsins skrifaði aðili, sem segist tilheyra Snoopos, að ekki hafi verið ætlunin að valda vandræðum. Hér sé um alþjóðlega samfélagslega tilraun að ræða þar sem kannað er hvað fólk gerir við peninga sem það hefði annars ekki fengið.

Það verður að taka þessum skrifum hans með þeim fyrirvara að viðkomandi kemur ekki fram undir nafni.

https://www.instagram.com/p/B1gEdERg7Nq/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað