fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fyrsti geimglæpurinn rannsakaður

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 24. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anne „Annimal“ McClain

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar um þessar mundir ásakanir í garð geimfara sem er talinn hafa framið glæp út í geimi. Fréttaveitan New York Times greindi fyrst frá þessu en málið snýr að geimfaranum Anne McClain vegna óheimillar notkunar bankareiknings á meðan hún var stödd í Alþjóðageimstöðinni.

McClain, sem á starfsvettvangi sínum hefur hlotið gælunafnið „Annimal“, er sögð hafa skoðað bankareikning fyrrverandi eiginkonu sinnar í óleyfi úr tölvu sem var í eigu Gemferðarstofnunarinnar. Þegar Summer Worden, fyrrverandi maki McClain, komst upp um flettinguna var hún allt annað en sátt. Nú hefur ríkisráð viðskiptamála Bandaríkjanna verið kallað til þess að rannsaka málið.

Geimfarinn hefur játað sök sína en neitar að hafa gert eitthvað rangt samkvæmt lögfræðingi hennar. Að hennar sögn vildi hún einfaldlega fylgjast með fjármálum fyrrverandi eiginkonu sinnar til að vera fullviss um að til væri nægur peningur fyrir son þeirra. Þær McClain og Worden skildu á síðasta ári eftir að McClain ásakaði maka sinn um ofbeldi, en Worden er annars vegar lífmóðir drengsins. Þrátt fyrir erfiðan skilnað vill McClain meina að þær mæðurnar eigi gott samband og hafi ekkert athugavert verið við það að kíkja á bankareikning hennar fyrrverandi.

Ekki er vitað til þess að glæpur hafi áður verið framinn utan lofthjúps jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað