fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

„Nasista-Porsche“ seldist ekki – Púað á hann á uppboði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 17:00

Umræddur bíll. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsta Porsche módel í heimi, Type 64, seldist ekki á uppboðinu eftir að brandari um fyrsta boð fékk salinn til að púa. Bloomberg skýrir frá þessu. Grín hjá uppboðshúsinu endaði með því að gerð voru hróp að uppboðhöldurum og fólk gekk út.

Gerðar voru miklar væntingar til Prosche bifreiðarinnar, sem selja átti á uppboði hjá Sotheby‘s uppboðshúsinu í Kaliforníu. Áður en uppboðið hófst var vonuðust menn til þess að hin silfraða bifreið myndi seljast fyrir allt að 20 milljónir dollara.

Uppboðshaldarar sýndu sölumyndband og þegar því lauk hófst uppboð kvöldsins:

„Þetta er eina eintakið sem ekið var af Ferdinand Porsche, sem til er“, sagði uppboðshaldarinn og sagði að uppboðið myndi byrja með boði uppá 30 milljónir dollara. Boðin hækkuðu hratt og áhorfendur fylgdust æstir og æpandi með því, á meðan boðin hækkuðu upp í 70 milljónir dollara.

Gleðin tók þó fljótt enda þegar uppboðshaldarinn varð að segja frá því að hann hefði meint 13 milljónir og 17 milljónir í stað 30 og 70. Þetta varð til þess að hróð voru gerð að uppboðshaldaranum og fólk gekk út af uppboðinu, sem lauk á örfáum mínútum þar sem ekki hafði komið neitt boð upp yfir 17 milljónir dollara.

„Þetta er brandari. Uppboðshúsið tapaði miklum trúverðugleika. Pabbi minn hefði getað keypt þennan bíl fyrir 5 milljónir dollara fyrir nokkrum árum síðan, en hann hefur farið kaupum og sölum svo mörgum sinnum að enginn vill eiga hann“, sagði Johnny Shaughnessy í viðtali við Bloomberg, en hann er safnari og var viðstaddur uppboðið.

Bíllinn var byggður árið 1939 af Ferdinand Porche, á meðan hann starfaði sem hönnuður fyrir meðal annars Mercedes-Daimler og Volkswagen. Hann byggði Type 64 eftir pöntun frá aðalskrifstofu nasistanna. Það endaði þó með því að Ferinand Porsche notaði bílinn sjálfur við daglegar athafnir. Hann var félagi í nastistaflokknum og sat um tíma í fangelsi fyrir stríðsglæpi sína eftir að stríðinu lauk. Þrátt fyrir að bíllinn hafði verið byggður áður en Porsche bílategundin var fundin upp telur Sotheby‘s uppboðshúsið að um Porsche sé að ræða.

Bifreiðin er enn til sölu á heimasíðu Sotheby‘s.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað