fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Elvis Grétar ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum

Auður Ösp
Föstudaginn 23. ágúst 2019 10:00

Mikils metinn Grétar gengur undir sviðsnafninu Elvis Grétar í hópi áhugamanna um Elvis Presley. Mynd: Skjáskot / YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

55 ára karlmaður, Grétar Þór Grétarsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Grétar Þór er vel þekktur á meðal aðdáenda Elvis Presley hér á landi. Hefur hann meðal annars troðið upp á skemmtikvöldum og viðburðum tengdum lögum kóngsins. Notast hann við sviðsnafnið Elvis Grétar.

Samkvæmt heimildum DV eru brotaþolarnir að minnsta kosti þrír talsins. Konurnar eiga allar við þroskaskerðingu að stríða og þekkjast innbyrðis. Samkvæmt heimildum braut Grétar Þór á tveimur kvennanna saman. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 23. ágúst.

Þá liggur Grétar Þór einnig undir grun í öðru máli sem enn er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða rökstuddan grun um kyn­ferðis­brot hans gegn kon­u og of­beldi gagnvart barn­ungri dótt­ur­ hennar, auk þess sem hann á að hafa ít­rekað haft sam­band við kon­una og ná­tengda fjöl­skyldumeðlimi henn­ar með sím­töl­um og smá­skila­boðum.

Þann 20. ágúst síðastliðinn staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann á hendur Grétari gagnvart þeim mæðgum, en Grétar hefur áfrýjað þeim úrskurði til Landsréttar. Nálgunarbannið er til sex mánaða.

Í greinargerð Lögreglustjóra kemur fram að kona hafi átta sinn­um óskað aðstoðar lög­reglu á þriggja mánaða tíma­bili. Fram kemur að Grétar Þór hafi  ít­rekað komið að heim­ili kon­unn­ar og meðal annars skemmt hurð á íbúðinni og barið á glugga.

Athyglisvert viðtal

Á tíunda áratugnum, þegar karókí var nýkomið til Íslands, kom Grétar fram sjónvarpsþættinum Dagsljós á RÚV þar sem hann ræddi þessa nýjung og sagði frá aðdáun sinni á Elvis Presley. Fram kom að hann vildi aðeins syngja  lög eftir Presley í karókí.

„Maður er giftur og þá hefur maður ekkert áhuga á að pæla í öðru,“ svaraði Grétar Þór þegar hann var spurður hvort hann yrði var við meiri kvenhylli þegar hann tæki lög kóngsins. Hann var síðan spurður hvort hann væri hamingjusamlega giftur en þá stóð á svörum:

„Já og nei. Maður hefur ekki séð konuna sína í heilan mánuð. Maður veit ekkert hvar hún er eða neitt. Hún hvarf bara 6. desember og hefur ekkert sést síðan og ekki einu sinni látið heyra í sér eða neitt.“

Í sveiflu Grétar tekur slagara með Elvis Presley í karókí. Mynd: Skjáskot / YouTube
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar