Svo virðist hópur óþekktarorma hafi hreiðrað um sig á skólalóð Hamraskóla í Grafarvogi. Skólinn sendi foreldrum barna tölvupóst nú eftir hádegi vegna málsins. Yngri börn eru sögð forðast að vera á lóðinni.
„Síðustu vikur hefur verið mikið um skemmdarverk á skólalóð okkar. Sést hefur til hóps af krökkum sem heldur sig á lóðinni seinni part dags og á kvöldin og valda skemmdarverkum,“ segir í skilaboðum til foreldra.
Fullyrt er að lögreglan sé komin í málið. „Yngri nemendur forðast að vera á lóðinni vegna þessa. Lögreglan er inni í málinu og vaktar svæðið reglulega,“ segir enn fremur í skilaboðum.