fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Neyðarástand í Amazon-skóginum – Miljónir tegunda í hættu

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 15:04

Eldar í Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa eins margir skógareldar átt sér stað í Amazon-regnskóginum síðan að mælingar hófust. Í Brasilíu hafa verið meira en 70.000 skógareldar á árinu, það er meira en 80% aukning á milli ára.

Vísindamenn telja að eldarnir gætu verið svakalegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun en Amazon-skógarnir framleiða allt að 20% af súrefni jarðarinnar.

Í frétt BBC um málið kemur fram að Amazon sé stærsti regnskógur heims og að þar séu milljónir tegundir plantna og dýra, auk þess búa um það bil milljón manns í skóginum.

Geimrannsóknarstofa Brasilíu hefur séð um mælingar. Stofan heldur því fram að svæði á við einn og hálfan fótboltavöll brenni á mínútu hverri.

Umhverfisaktívistar í Brasilíu segja forseta landsins Jair Bolsonoro bera ábyrgð á skógareldunum, en hann hefur slakað talsvert á umhverfismálum landsins.

Umræða um málið hefur verið mikil á netinu, margir hafa deilt átakanlegum ljósmyndum af svæðinu á samfélagsmiðlum, meðal annars með myllumerkinu #ArmyHelpThePlanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing