fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Mikil stækkun fyrirhuguð á Gatwick flugvellinum í Lundúnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 17:30

Gatwick-flugvöllurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gatwick flugvöllurinn í Lundúnum er næststærsti flugvöllurinn á Bretlandseyjum og nú á að hefjast handa við að stækka hann. Framkvæmdirnar eiga að taka fimm ár. Markmiðið með stækkuninni og endurbótum er að bæta aðstöðu farþeganna og laða ný flugfélög til flugvallarins.

Kostnaður við verkefnið er áætlaður sem svarar til 160 milljarða íslenskra króna. Stewart Wingate, forstjóri flugvallarins, segir að verkefnið muni styðja við flugfélögin sem fljúga nú til og frá vellinum, laða ný flugfélög til hans og bæta þjónustuna við þær milljónir farþega sem fara um völlin á ári hverju.

Stærsti hluti verksins felst í stækkun Pier 6 í norðurhluta flugstöðvarinnar.

Ein útgjaldamesti liður framkvæmdanna er ný tækni og sjálfvirkni verður einnig aukin. Bílastæðum verður fjölgað um rúmlega 3.200.

Flogið er til rúmlega 230 áfangastað í 74 löndum frá Gatwick. 46 milljónir farþega fara um völlinn árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað