fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Jóhanna Kristjónsdóttir er látin

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. maí 2017 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður er látin, 77 ára að aldri. Jóhanna lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudags eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra.

Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri.

Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi.

Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu.

Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum