fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Örbrugghús spretta upp eins og gorkúlur

Styttist í opnun tveggja á Austurlandi – Bjórfræðingur telur ný brugghús muni tengjast öðrum rekstri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu örbrugghús eru í rekstri á landinu og auk þess styttist mjög í að tvo til viðbótar hefji rekstur. Algjör sprenging hefur orðið í örbrugghúsum frá því að Bruggsmiðjan á Árskógssandi, sem framleiðir bjór undir merki Kalda, var sett á laggirnar árið 2006, fyrst örbrugghúsa hér á landi.

Ásamt Bruggsmiðjunni eru í rekstri Ölvisholt í Flóahreppi, Gæðingur í Skagafirði, Steðji í Borgarfirði og Segull á Siglufirði. Öll þessi örbrugghús brugga og selja bjór í Vínbúðunum, auk þess að selja bjór til veitingahúsa. Þá rekur veitingastaðurinn og hostelið Kex sitt eigið örbrugghús og hið sama má segja um Bryggjuna brugghús. The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum framleiðir bjór sem seldur er á veitingahúsum í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalið Bjórsetrið á Hólum en þar brugga rekstraraðilar sinn eigin bjór eftir því sem þeim dettur í hug hverju sinni.

Auk þessara níu aðila framleiðir Borg brugghús bjóra sem fallið gætu undir skilgreininguna um örbjóra. Borg er hins vegar í eigu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og vilja helstu sérfræðingar líta svo á að Borg sé í raun bara partur af Ölgerðinni en ekki sjálfstætt örbrugghús.

Tvö ný örbrugghús eru síðan í startholunum, bæði á Austurlandi. Austri á Héraði og Beljandi á Breiðdalsvík stefna bæði á að hefja sölu á bjór nú í sumar, með megináherslu á bjór af krana en þó er mögulegt að einnig verði seldur átappaður bjór.

Reksturinn gengur misvel

Stefán Pálsson, Bjórskólakennari og annar höfundur Bjórbókarinnar, hefur fylgst vel með þróun og uppgangi örbrugghúsa hér á landi. Að sögn Stefáns er ærið misjafnt hvernig rekstur þeirra hefur gengið í gegnum tíðina. Þannig er til að mynda Steðji að grunni til reistur á rekstri brugghússins Mjaðar sem rekinn var í Stykkishólmi en lagði upp laupana fyrir nokkrum árum. Þá hefur Gæðingur dregið úr sínum umsvifum í framleiðslu á átöppuðum bjór.

Stefán segist þeirrar skoðunar að næsta kynslóð örbrugghúsa verði að mestu eða jafnvel öllu leyti tengd öðrum rekstri. „Það verða þá aðilar sem brugga sinn bjór í tengslum við annan veitinga- eða skemmtistaðarekstur, eða ferðaþjónustu. Menn verði ekki í þessari framleiðslu til sölu í Vínbúðunum, nema þá að hluta. Við sjáum þess merki nú þegar. Svona örbrugghúsarekstur getur einmitt aukið aðdráttarafl í ferðaþjónustu og það sjáum við til að mynda á Siglufirði og það verður væntanlega einnig raunin með brugghúsin á Austurlandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna