fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Sakar Leikhópinn Lottu um samkynhneigðan heilaþvott – „Þetta er bara óboðlegt fyrir 3 til 6 ára gömul börn“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhópurinn Lotta flytur þessa dagana leikritið Litla Hafmeyjan. Leikritið er alla jafna sýnt í Elliðaárdalnum og hefur aðsóknin í sumar verið alveg frábær enda er búið að vera óvenju gott veður í sumar. Ekki eru þó allir sáttir en Björn Guðmundsson, faðir á fertugsaldri, fór með fimm ára dóttur sína á leikritið og gekk ekki þaðan með bros á vör.

Björn segir í samtali við DV að það sé samkynhneigður áróður í leikritinu.

„Prinsinn verður ástfanginn af strákahafmeyju og þeir fara að kyssast.“

Hann segir þetta vera áróður sem á alls ekki heima fyrir ung börn sem eru mörgum árum frá því að ná einhverjum kynþroska.

„Að þau skuli sýna þetta á sviði, ég horfði alveg yfir krakkahópinn og hvernig þau litu á foreldra sína, spurjandi hvað væri í gangi þegar strákarnir voru að kyssast.“

Aðspurður segir Björn þetta ekki vera eðlilegt og að þetta hefði verið allt öðruvísi ef þarna hefði verið um gagnkynhneigðan koss milli karls og konu. Hann segir að það hefði verið í lagi.

„Það er kannski allt annað þegar þau verða ástfangin, það er eðlilegt og náttúrulegt.“

Björn er ekki par sáttur með þetta og hefur ákveðið að ganga lengra.

„Ég er að kæra þetta mál. Þetta er bara óboðlegt fyrir þriggja til sex ára gömul börn, þetta er samkynhneigður áróður.“

Hann segir Leikhópinn Lottu vera að heilaþvo börnin til að halda að samkynhneigð sé eðlileg.

„Þetta er náttúrulega bara heilaþvottur, það er verið að heilaþvo ung börn að það sé eðlilegt að fólk af sama kyni…að það skiptir ekki máli af hvaða kyni þau séu til að vera saman.“

Anna Bergljót, framkvæmdastjóri Leikhópsins Lottu, talaði við DV um málið.

Hún segir Björn hafa verið í sambandi við þau varðandi málið og að hann hafi látið þau vita af fyrirhuguðum áætlunum sínum um að kæra málið.

Anna segir samkynhneigð ekki vera boðskap í leikritinu en frekar sé bara verið að gera tilraun til þess að normalísera hana. Boðskapurinn í leikritinu er frekar sá að henda ekki rusli í sjóinn en hafmeyjurnar þurfa að kljást við alls kyns vandamál sem fylgja því.

Björn var ekki sáttur yfir þeim boðskap heldur en hann sagði við Önnu að þau væru að láta lítil börn fá samviskubit fyrir að henda rusli í sjóinn.

Anna segir síðan í samtali sínu við DV að það sé ekkert að því að börn fái samviskubit fyrir að henda rusli í sjóinn, það hvetur þau þá frekar í að henda ruslinu í ruslatunnur.

„Ég einfaldlega dauðvorkenni þessum manni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim