fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Marteinn nauðgaði ungri stúlku: „Af hverju ertu með tár í augunum?“

Marteinn Jóhannsson hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að frelsissviptingu og grófri líkamsárás ásamt Ríkharði Júlíus Ríkharðssyni og Kristjáni Markúsi Sívarssyni

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 19. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur dæmdi í gær Martein Jóhannsson í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði fyrir að nauðga 17 ára stúlku árið 2015. Marteinn var það sama ár dæmdur fyrir aðild sína að frelsissviptingu og grófri líkamsárás ásamt Ríkharði Júlíus Ríkharðssyni og Kristjáni Markúsi Sívarssyni. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um eitt ár.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar þvingaði Marteinn stúlkuna til munnmaka með því að hóta að raka af henni hárið og halda um höfuð hennar á meðan á árásinni stóð. Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi verið til meðferðar hjá Barnavernd frá fæðingu og hafi barnaverndarnefnd farið með forsjá hennar. Á þessum tíma hafi hún sótt í félagsskap eldri manna sem hafi verið þekktir fyrir afbrot og fíkniefnaneyslu.

Í skýrslutöku hjá lögreglu lýsti hvernig Marteinn hafi reiðst henni þar sem hún hafði hleypt manni með sér inn á heimili hans sem lenti svo í slagsmálum við Martein. Hann krafðist þess að hún myndi bæta sér það ella myndi hann raka af henni hárið. Marteinn krafðist þess að hún fylgdi sér inn á baðherbergi og þar spurði hann hana hvers vegna hún væri ekki búin að sofa hjá honum. Hún sagði honum að hún vildi bara að þau væru vinir. Þá hafi Marteinn sagt við hana að ef hún vildi að hann yrði glaður yrði hún að sjúga hann. Stúlkan neitaði því en þá hélt hann uppi rakvélinni og sagðist ætla að raka af henni hárið gerði hún það ekki.

Í dómnum er vitnað í orð stúlkunnar í skýrslutöku um hvað gerðist næst: „Og lætur mig bara sjúga sig og síðan þú veist svo næ ég að fara af og hann eitthvað hvað ertu með svona tár af hverju ertu með tár í augunum? Og ég bara eitthvað því ég vil þetta ekki ég er búin að segja nei fokking oft.“

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu kemur fram að framburður stúlkunnar hafi verið trúverðugur og verið á einn veg um þau atriði sem máli skipta. Á hinn bóginn hafði Marteinn ekki verið samkvæmur sjálfum sér í lýsingum á atvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna