fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir að Bandaríkjaher sé ekki að koma aftur til Keflavíkur – Uppbygging gistiaðstöðu eigi sér aðrar skýringar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 07:50

F-15 orrustuþota flughers Bandaríkjanna í Keflavík, sem sinnti loftvarnaeftirliti NATO árið 2018. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum á að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi á að koma upp gistiaðstöðu fyrir allt að 1.000 manns á vestursvæðinu en þar verður um skammtímagistingu að ræða í gámarými. Á austursvæðinu er nú gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum sem eru ætluð fyrir tímabundna dvöl. Þar er gert ráð fyrir að bæta megi fjórum húsum við og verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um að Bandaríkjamenn hyggist snúa aftur til Keflavíkur og endurvekja herstöð sína vegna stöðunnar í alþjóðamálum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir Sveini Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að þessar framkvæmdir þýði ekki að hér muni herafli verða varanlega.

„Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til. Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“

Er haft eftir Sveini sem sagði einnig að stundum séu rúmlega 400 erlendir hermenn hér að störfum en oft séu þeir færri. Sumir komi með stuttum fyrirvara en viðveran hafi aukist á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa, til dæmis í tengslum við kafbátaeftirlit. Hann sagði æskilegt að hermennirnir dvelji á öryggissvæðinu þegar þeir eru hér við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið nægilegt pláss hafa hermenn þurft að gista á hótelum.

Fram hefur komið í fréttum að Bandaríkjaher hafi greitt rúmlega 14 milljónir dollara í innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári og áætlað er að upphæðin verði 57 milljónir dollara á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum