fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Náttúruleg Tobba hefur innreið á matarmarkaðinn

Fókus
Laugardaginn 3. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundþjalasmiðurinn Þorbjörg Alda Marinósdóttir, sem í daglegu tali er aldrei kölluð annað en Tobba Marinós, hyggur á landvinninga í matarframleiðslu með haustinu. Um er að ræða holla matvöru undir vörumerkinu Náttúrulega gott og verða vörurnar seldar í Bónus með haustinu.

Tobba er greinilega vel undirbúin því hún og tilvonandi eiginmaður hennar, Karl Sigurðsson, sóttu um einkaleyfi á nafninu Náttúrulega gott um miðjan febrúar á þessu ári. Í lýsingu á vef Einkaleyfastofu kemur fram að undir vörumerkið muni falla „mjöl og matvörur úr korni; haframatvæli; jarðhnetusætindi; kökur; múslí; möndlusætindi; smákökur; granóla; hafraklattar; hollustufæði.“

Þá er einnig búið að stofna fyrirtæki undir reksturinn, Náttúrulega gott ehf., en stjórnarformaður þess er móðir Tobbu, Guðbjörg Birkis Jónsdóttir. Þá er fyrirtækið skráð á heimili foreldra Tobbu í Kópavogi og heimasíða væntanleg á natturulegagott.is.

Titill matvaranna hefur skírskotun í bók sem Tobba gaf út árið 2017 sem hét Náttúrulega sætt og innihélt uppskriftir að eftirréttum, kökum og sætmeti þar sem sætugjafinn var ávextir og önnur náttúruleg sæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“