fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sveinn Andri segir einhvern verða að sjá um skítverkin – „Vissulega skítadjobb að vera endaþarmur“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 13:30

Sveinn Andri Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, svarar fyrir gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir af Skúla Gunnari Sigfússyni, oft kenndum við Subway.

Skúli gagnrýndi í morgun Svein Andra harðlega og sagði hann meðal annars vera „endaþarm íslenskrar lögmennsku“ ásamt því að hann hótaði og ógnaði til að ná sínu fram.

Sveinn Andri birti Facebook-færslu þar sem hann í raun viðurkennir að hann sé endaþarmur, en segir það hlutverk afar mikilvægt:

„Fátt er manninum mikilvægara en góðar hægðir.

Við hægðirnar losar mannslíkaminn sig við ómeltanleg efni úr fæðunni og ýmislegt fleira sem saur í gegnum síðustu 12 cm meltingarvegarins, hinn svokallaða endaþarm, og síðan út um endaþarmsopið, sem þróttmiklir hringvöðvar opna og loka.“

Þó að færsla Sveins svari Skúla hvergi beint þá er henni augljóslega beint að gagnrýni hans:

„Það er vissulega skítadjobb að vera endaþarmur, enda fær hann yfir sig skít og drullu alla daga, en hlutverk hans í velferð mannsins verður seint ofmetið.“ segir Sveinn og bætir við að lokum „Einhver verður að sjá um skítverkin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum