fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Ég þótti alla tíð prestlegastur meðal þingmanna“

Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson sjá um messu í Dómkirkjunni á morgun, uppstigningardag

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og hefð er fyrir mun þjóðkirkjan helga uppstigningardag öldruðum. Að því tilefni verða ýmsar uppákomur í messum víða um land. Í Dómkirkjunni mun Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, ávarpa söfnuðinn. „Hjálmar [Jónsson, dómkirkjuprestur,] fékk mig til þess og það var sjálfsagt enda mikill heiður. Ég mun reyna að vanda mig og vera kristinn í tali og minnast á Jesú Krist og Guð,“ segir Guðni.

Hann mun þó leggja mesta áherslu á stöðu aldraðra í íslensku samfélagi sem að því miður er æði misjöfn. „Margir hafa það mjög gott en því miður hafa aðrir það ekki svo gott. Það þarf að laga ýmislegt gagnvart öldruðum hérlendis. Þetta er svo magnað fólk. Ég er að mæta fólki á níræðisaldri í ræktinni, uppi á Úlfarsfelli og á Kanarí. Því eru allir vegir færir ef heilsan leyfir,“ segir Guðni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni ávarpar kirkjugesti við hin ýmsu tækifæri og aðspurður hverju því sæti segir hann kíminn: „Ég þótti alla tíð prestlegastur meðal þingmanna.“

Undanfarin misseri hefur Guðni stigið á stokk ásamt vini sínum, Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu, við hin ýmsu tilefni og slegið í gegn. Blaðamaður hafði veður að því að Jóhannes yrði ekki langt undan á morgun.

„Það hefur gengið vel hjá okkur og fólk getur ekki beðið eftir því að við tökum upp þráðinn í haust. En það er rétt, Jóhannes, mun flytja guðspjallið en hvort að það verður Jóhannesar-guðspjallið veit ég ekki,“ segir Guðni.

Messan hefst í Dómkirkjunni kl.11.00 á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni