fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Hermann segir að aldrei verði lagður sæstrengur til Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. júlí 2019 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson segir að innan fárra ára verði sæstrengur algjörlega úrelt fyrirbæri. Því verðir aldrei lagður sæstrengur til Íslands og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hann væri eins og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um símastaura eða ritvélar.

Þetta kemur fram í pistil Hermanns á Stundinni. Þar segir hann meðal annars:

„Því að það eru vel á annað hundrað ár síðan fyrstu tilraunir með þráðlausan flutning rafmagns hófust í heiminum. Serbísk-bandaríski uppfinningamaðurinn Nikola Tesla byggði hinn svokallaða Tesla-turn í New-fylki rétt eftir aldamótin 1900.  Upphaflega var turninn hugsaður fyrir símskeyti og myndsendingar en svo var markið sett hærra og stefnt að þráðlausum flutningi orku. Þvínæst var stefnt að ótakmarkaðri framleiðslu á orku sem mætti senda þráðlaust um veröld víða. Það hljómaði eins og geðbilun en hélt þó áfram um langa hríð áður en Tesla missti fjárfestana.“

Hermann bendir á að tækni þráðlausra orkuflutninga fleygi mjög fram og að Evrópusambandið noti aldrei orðið sæstreng heldur tali um „burðarmannvirki yfir landamæri.“

Hann segir enn fremur:

„Það þarf því ekki mikinn tæknispeking til að spá því að þegar upp er staðið verði það sem nú er talað um sem stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, að leggja sæstreng, kannski ekki meira mál en að hamra nokkrar skipanir á lyklaborð til að breyta stillingu gervihnattar.“

 

Pistill Hermanns

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum