fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Óttast að grænlensk fortíð verði hnattrænni hlýnun að bráð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 19:30

Frá Grænlandi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar ógna Grænlandi á margvíslegan hátt og þar á meðal fortíð landsins, sögunni. Hún er að bráðna. Ef loftslagið heldur áfram að hlýna eins og nú mun 30 til 70 prósent af öllum fornleifum á Grænlandi glatast.

Þar á meðal eru leifar frá víkingatímanum og fyrstu íbúum landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var birt á fimmtudaginn. TV2 skýrir frá þessu.

Haft er eftir Jørgen Hollesen, hjá danska þjóðminjasafninu og skýrsluhöfundi, að vísindamenn hafi síðan 2016 rannsakað mörg svæði við Nuuk en þar settust víkingar að í kringum árið 1000.

Hann sagði að rannsakað hafi verið hvaða áhrif hitastig hefði í jarðlögunum og væri niðurstaðan sú að ef hitinn hækkar um 2,5 gráður muni 30 til 70 prósent af fornleifunum hverfa eða rotna og þar með missi Grænland stóran hluta af fortíð sinni. Um 6.000 áhugaverðir staðir, út frá fornleifafræðilegu sjónarmiði, eru á Grænlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað