fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um þrítuga konu sem hegðaði sér undarlega í Langholtshverfi. Lögregla fann konuna og reyndist hún í annarlegu ástandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 11 mál voru bókuð frá því fimm í morgun til klukkan ellefu.

„Nokkar tilkynningar bárust lögreglu um þrítuga konu, undarlega í háttum, í hverfi 104. Að lokum fannst konan í annarlegu ástandi. Hún er grunuð um þjófnað á nokkrum stöðum (heimahúsi og fyrirtæki). Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Hún hafði meðferðis ýmsa muni sem taldir eru þýfi.“

Lögregla var aftur kölluð út í Langholtshverfi vegna umferðarslyss í Skeiðarvogi. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum er hann tók krappa beygju og endaði hann með að fara út af veginum og hafnaði í trjágróðri. Eftir slysið var bifreiðin óökufær og flytja þurfti farþega á slysadeild. Áverkar eru þó taldir minniháttar.

Í Miðbænum var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni. Lögreglu tókst að frelsa ferðamanninn og hafði samband við Reykjavíkurborg til að gera þeim grein fyrir að hurð salernisins væri biluð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“