fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hnífstungan við Metro: Annar árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hinn grunaði býr ekki á höfuðborgarsvæðinu

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið karlmann á fertugsaldri fyrir utan skyndibitastaðinn Metro á Smáratorgi í Kópavogi í gærkvöldi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í samtali við RÚV. Félaga mannsins, sem var viðstaddur árásina, var sleppt

Fram kemur í frétt RÚV að árásarmaðurinn búi úti á landi.

Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að rannsókn málsins. Tekin var skýrsla af hinum grunaða í dag auk þess sem rætt hefur verið við hugsanleg vitni. Þá er verið að skoða hvort að árásin hafi náðst á nærliggjandi eftirlitsmyndavélar.

Eins og DV greindi frá í morgun þá var árásin með öllu tilefnislaus. Ekkert hefur komið fram í dag sem hrekur þá fullyrðingu.

Fórnarlambið var úti að borða með unnustu sinni og tveimur stjúpbörnum. Hann lauk máltíð sinni á undan öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann gekk þá út til þess að fá sér sígarettu en þar rakst hann á mennina tvo, sem eru á tvítugsaldri. Til orðaskipta kom á milli þeirra sem leiddi til þess að maðurinn var stunginn í bakið.

Samkvæmt heimildum DV er fórnarlambið á batavegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna