fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þrjár leiðir til að halda neistanum í sambandinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 20:30

Kynlíf gegn frjókornaofnæmi!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki bara sambandið þitt sem glímir við þetta. Rannsóknir hafa sýnt að með tímanum fjarar neistinn, ástarblossinn og nándin út í samböndum fólks. Þetta gerist mishratt en virðist vera gegnumgangandi ef miða má við niðurstöður rannsókna. Þýðir þetta að allt sé glatað? Að þið verðið að búa í ástlitlu og tilbreytingarlausu sambandi þar til framhjáhald, skilnaður eða dauðinn sjálfur halda innreið sína?

Nei, segir kynlífsfræðingurinn og sálfræðingurinn Jack Morrin í bók sinni The Erotic Mind. Þar gefur hann meðal annars eftirfarandi þrjú ráð til að viðhalda ástríðunni í langtíma samböndum.

Talið saman

Mörg pör temja sér að nota óbein merki og ekki munnleg til að sýna hvar, hvenær og hvernig þau vilja stunda kynlíf og láta snerta sig. Morrin segir að þetta geti dregið úr kynferðislegri þróun fólks því með þessu verði fólk að þreifa sig áfram og treysta á að lesa úr tvíræðum stunum og hreyfingum hins aðilans. Betra sé að tala beint saman.

Hann segir að best sé að spyrja hinn aðilann beint hver upplifun hans sé og hvað þú getir gert til að auka nautn hans. Kannaðu líkama hins aðilans með mismunandi atlotum og spurðu hvernig þetta sé. Þetta býður upp á betri möguleika á svörum. Það er sem sagt ekki bara nóg að spyrja „hvað kveikir í þér?, það er of opin spurning og svarið getur orðið of flókið.

Hann hvetur einnig þann, sem fær snertinguna, til að gefa skýrt til kynna með orðum hvað er gott þegar það gerist. „Ó, þetta er yndislegt!“ er eitthvað sem ekki er hægt að misskilja.

Heitt kynlíf

Ástríðan blossar fyrirvaralaust upp í upphafi ástarsambanda en í langvarandi samböndum verður fólk að leggja sitt af mörkum til að viðhalda honum og líta á hvort annað sem kynverur, líka þegar löngunin er ekki mikil. Morrin ráðleggur fólki að stunda „heitt kynlíf“ sem er svolítið öðruvísi en ákaft og fyrirvaralaust kynlíf eins og fólk stundar í upphafi sambanda. Heitt kynlíf snýst um rólegt, nautnalegt og innilegt kynlíf þar sem áherslan er á nautnina.

Sjálfsfróun

Hann segir að sjálfsfróun sé besta leiðin til að viðhalda erótískri skynjun líkama og hugar. Fyrir konur getur sjálfsfróun verið besta leiðin til að læra að fá fullnægingu. Fyrir karla, sem glíma við of brátt sáðlát, getur sjálfsfróun verið leiðin til að öðlast meira úthald. Morrin segir að það sem fólk læri við sjálfsfróun sé hægt að nota þegar kynlíf er stundað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað