fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Gísli Marteinn vill róttækar breytingar á veðurfréttum – „Vonandi gætu betri spár fylgt í kjölfarið!“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi hjá Sjálfstæðisflokknum stingur upp á því að veðurfréttir verði gerðar enn nákvæmari en þær eru nú þegar. Þessi uppástunga hans kemur fram í Twitter-færslu.

Gísli stingur upp á því að hægt verði að fylgjast með veðrinu í hverfum Reykjavíkurborgar, þar sem gjarnan sé veðrið mjög ólíkt í þeim.

„Ég elska veðurfréttir en er með eina athugasemd. Spárnar eru mjög almennar og mættu vera nákvæmari. Hér í Rvk viljum við td vita veðrið í einstökum hverfum. Það er gerólíkt veður í Breiðholti og Vesturbæ. Fossvogur er veðurparadís en Seltjarnarnes síður. Má ekki spá í þetta? Takk.“


Gísli segist meðvitaður að sjálfstæðismenn hafi verið með svipaðar pælingar í gangi, þó í öðrum tilgangi.

„Ég veit að Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn voru með ágæta tillögu sem fór í þessa átt – þótt fjöldi nýrra veðurmæla hafi fyrst og fremst átt að spá fyrir um það hvar ætti að gróðursetja tré. Fínt mál – og vonandi gætu betri spár fylgt í kjölfarið!“

Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. vill þó ganga en lengra en Gísli og vill enn nákvæmari mælingar

„Þörf ábending, má gjarna ganga lengra, ég vil fá veðspá fyrir ákveðin húsnúmer, hæðir í blokkum sömuleiðis,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar