fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025

Efling og „laga­tækni­legir fim­leikar“ – 4 milljónir fyrir 4 starfsmenn í 4 daga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2019 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling stéttarfélag gengur nú hart fram gegn fyrirtækinu Eldum Rétt í fjölmiðlum. Efling er að leita réttar fjögurra rúmenskra félagsmanna sem unnu fyrir Eldum rétt á vegum starfsmannaleigunnar Menn í Vinnu skamman tíma í byrjun árs.

Eldum Rétt hafa gefið út að þessir tilteknu starfsmenn hafi starfað skemur en þá 10 daga sem lög um starfsmannaleigur kveða að þurfi að líða áður en svonefnd keðjuábyrgð verði virk.  Þessu hefur Efling hafnað án þess að færa fyrir því nokkur rök og kallar vísanir Eldum Rétt í gildandi lög Alþingis sem „laga­tækni­lega fim­leika“.

Eitt er að vera á móti starfsmannaleigum og taka þann slag af hörku. Annað er að velja og hafna lagaákvæðum af því er virðist af eigin geðþótta svo lögin henti tiltekinni baráttu betur.

Keðjuábyrgðin gildir ekki nema starfsmenn hafi unnið lengur en 10 daga á 12 mánaða tímabili. Þetta er lögfest undanþága í lögum um starfsmannaleigur. Keðjuábyrgin gildir ekki um orlof, þetta einnig lögfest undanþága. Samt sem áður var krafist endurgreiðslu á orlofsgreiðslum í upphaflegum kröfubréfum Eflingar til fjögurra notendafyrirtækja starfsmannaleigunnar. Keðjuábyrgðin nær til vangoldinna  lágmarkslauna og annara vangreiðslna.

Eldum rétt hefur gefið upp að raunveruleg vangoldin laun þessara tilteknu fjögurra starfsmanna nemi samtals um 13 þúsund krónum. Restin af kröfunum lúti svo að frádráttarliðum og síðan miskabótum, samtals um fjórar milljónir fyrir fjóra starfsmenn. Blaðamaður hefur í mörgum störfum nýtt þann möguleika að fá fyrirframgreidd laun, eða fengið að skrifa á sig mat og annað sem var svo dregið frá laununum. Þá var blaðamaður félagsmaður í Eflingu. Getur blaðamaður krafist þess að fá þessa frádráttarliði endurgreidda? Það væri hins vænsta búbót.

Eru frádráttarliðirnir vangoldin laun? Lögin tala aðeins um vangoldin laun og samkvæmt launaseðlum starfsmannanna voru launin greidd að fullu, utan meintra 13 þúsund króna. Það getur því vart talist óeðlilegt af Eldum Rétt  að setja spurningarmerki við slíka kröfu. Það væri ærið mál fyrir dómstóla til að taka af skarið um þetta ágreiningsefni, en þó virðist Efling kappkosta öllu til að neyða Eldum rétt til að semja með gífuryrðum á opinberum vettvangi.

Ef þessar kröfur eru jafn skýlausar og Efling heldur fram, af hverju ekki að fá dómstóla til að staðfesta það og skapa þar með mikilvægt fordæmi til að beita í áframhaldandi baráttu Eflingar gegn starfsmannaleigum. Eða veit Efling kannski vel að kröfur þeirra hafi ekki stoð í lögum? Hver er það í rauninni þá sem er að beita „laga­tækni­legum fim­leikum“ eða öllu heldur „lögleysu fimleikum“?

Maður spyr sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi