fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Konan í þessu myndbandi gæti átt tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 5. júlí 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir konu opna ísdollu í einni af verslunum Walmart í Bandaríkjunum hefur vakið talsverða athygli.

Á myndbandinu sést konan sleikja ísinn í dollunni, setja svo lokið á og setja dósina aftur inn í frysti verslunarinnar. Myndbandið sem um ræðir var tekið í verslun Walmart í Lufkin í austurhluta Texas fyrir skemmstu.

Svo virðist sem um einhverskonar sjúkt grín hafi verið að ræða því konunni virðist skemmt sem og manninum sem tók myndbandið upp, en hann heyrist hvetja hana áfram.

Málið er hins vegar litið mjög alvarlegum augum og gæti konan í umræddu myndbandi átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm. Í frétt CBS er haft eftir lögreglu að búið sé að bera kennsl á konuna og hún eigi handtöku og ákæru yfir höfði sér.

Fulltrúi lögreglu segir að konan eigi yfir höfði sér ákæru fyrir að eiga við umrædda neysluvöru og stofna þannig heilbrigði fólks í hættu. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér að lágmarki tveggja ára fangelsi en að hámarki tuttugu ára fangelsi. Lögregla vill einnig ná tali af manninum sem tók gjörninginn upp.

„Okkur er mjög brugðið að einhverjum skyldi detta þetta í hug,“ segir Gerald Williamson, fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins í Lufkin. „Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem stórglæp – sem þetta vissulega er.“

Fulltrúar Blue Bell, íssins sem sést á umræddu myndbandi, líta málið alvarlegum augum og innkallaði fyrirtækið allan ís í umræddri verslun í kjölfarið. Fyrirtækið telur að dósin sem konan opnaði hafi verið þar á meðal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi