fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Björguðu Ísaki Loga, 8 ára, úr sjónum

„Hann var fyrst og fremst mjög hræddur, og afskaplega brugðið“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum mjög þakklát fyrir hvernig fór og þá sérstaklega að þessir starfsmenn hafi verið þarna einmitt á þessum tíma enda er bryggjan mjög oft mannlaus,“ segir Eysteinn Már Guðvarðsson, faðir hins 8 ára gamla Ísaks Loga en litlu mátti muna að illa færi þegar Ísak féll í höfnina í Garði síðastliðinn föstudag.

Í samtali við blaðamann segir Eysteinn að Ísak hafi farið niður að höfn ásamt vini sínum seinnipart föstudags, en foreldrar hans höfðu þó enga hugmynd um þær fyrirætlanir og gerðu ráð fyrir að drengirnir væru að leika sér í hverfinu.

Algjör tilviljun

„Höfnin hérna í Garðinum er frábrugðin öðrum höfnum að því leyti að skipin leggja ekki upp að bryggjunni. Þannig að það eru engir bátar sem koma hérna upp að og þannig séð er aldrei nein starfsemi fyrir báta á bryggjunni.“

Fyrir tilviljun voru tveir starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Nesfisks við vinnu þegar slysið varð. „Annar þeirra var búinn að taka eftir að strákarnir voru tveir saman og svo tók hann skyndilega eftir að það var bara einn eftir. Hann fór þá strax að svipast um, heyrði hrópin og sá síðan Ísak ofan í sjónum,“ segir Eysteinn og tekur undir að þarna hafi svo sannarlega verið réttir menn á réttum tíma. „Á leiðinni á bryggjuendann tekur hann með sér langt prik og lætur Ísak grípa í það. Hann er síðan dreginn upp að fjörunni.“

„Ég rauk svo þangað niður eftir um leið og hringt var í mig, mjög brugðið að sjálfsögðu.“

Mjög hræddur

Starfsmennirnir tveir fóru því næst með Ísak á nærliggjandi verkstæði þar sem hann var færður úr rennblautum fötum og vafinn inn í handklæði. „Hann var skiljanlega mjög kaldur og hrakinn þannig að þeir létu hann setjast við hliðina á hitablásara. Ég rauk svo þangað niður eftir um leið og hringt var í mig, mjög brugðið að sjálfsögðu. Fötin hans voru auðvitað rennandi blaut og hann sjálfur ískaldur. Hann var fyrst og fremst mjög hræddur, og afskaplega brugðið.“

Eysteinn og Valgerður ásamt börnum sínum þeim Bergrúnu Elvu, Ísaki Logi og Særúnu Elvu.
Eysteinn og Valgerður ásamt börnum sínum þeim Bergrúnu Elvu, Ísaki Logi og Særúnu Elvu.

ValgerðurEinarsdóttir, móðir Ísaks, deildi á dögunum frásögn af atvikinu inni á lokuðum hóp fyrir íbúa í Garði og voru viðbrögðin að sögn Eysteins mikil og góð. „Við vonum að þetta verði líka áminning fyrir foreldra um að hleypa krökkunum ekki einum á bryggjuna, og láta þau þá vera í björgunarvesti,“ segir hann og bætir við að augljóst sé að björgunarvesti hefði verið nauðsynlegt í þessu tilviki. Á hafnarsvæðinu í Garði sé þó engin aðstaða til að fá lánuð björgunarvesti, enda enginn hafnarvörður þar starfandi.

„Ég var þó að heyra af því að kvenfélagshreyfingin í björgunarsveitinni væri að bíða eftir tilboði í vesti. Þá verður vonandi komið upp aðstöðu á svæðinu þar sem fólk getur nálgast þau og gengið almennilega um þau. Þessi frásögn virðist allavega hafa snert eitthvað við fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku