fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Helgi var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi: „Ég er bara í klessu“ – Álagið á bílstjóra mikið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópferðabílstjórinn, Helgi Haraldsson, var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir helgi fyrir manndráp af gáleysi og líkamsmeiðingar af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands.  Hann telur dóminn byggja á rangfærslum og íhugar nú stöðu sína og hvort hann muni áfrýja. Frá þessu er greint hjá Vísi.

Helgi ók hópferðarbíl sem valt í desember 2017. Fjörutíu og fjórir ferðamenn frá Kína voru um borð í bifreiðinn, tveir þeirra létu lífið en fjölmargir slösuðust. Helgi slasaðist sjálfur töluvert í slysinu.

Sjá einnig: Íslenskur rútubílstjóri dæmdur

Í samtal við Vísi segir Helgi að sakfellingin sé honum mikið áfall.  „Ég er bara í klessu.“ Helgi kveðst hafa slasast töluvert við slysið, en viðbragðsaðilar komu að honum rotuðum á framrúðu rútunnar á vettvangi slyssins. Meiddist hann töluvert á mjöðm og kveðst ganga haltur í dag.

„Svo sprakk kálfinn á mér. Ég átti lengi í þeim meiðslum vegna þess að það þurfit að bæta svo mikið inn á vöðvann. Í staðinn fyrir að fara í skinnflutning þá var sárið grætt með þorskroði sem er framleitt á Ísafirði.“ Hann í dag í sjúkraþjálfun og er á örorkubótum.

„Þetta var þriðji dagurinn með hópinn en fyrsta daginn var ég á lánsbíl frá öðru fyrirtæki,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu Vísis. Hann segir álag á rútubílstjóra vera mikið og séu þeir oft í erfiðri stöðu gagnvart vinnuveitendum. Fjölgun ferðamanna hafi einnig aukið álagið mikið. “

„Það er bara orðið þannig í rekstri á Íslandi. Ef ég geri einhverjar athugasemdir eða neita þá er mér bara sagt: Já, það er til nóg af öðrum bílstjórum.“

Eftir þetta tiltekna slys var verklagi, að sögn Helga, breytt. Nú fari tveir bílstjórar saman í svona langar ferðir.  Hann segir það ósanngjarnt að hópferðarbílstjórar séu gerðir ábyrgir fyrir ástandi hópferðabíla sem þeir  hafi jafnvel aldrei ekið áður.

Rútan sem Helgi keyrði var gerð út af Hópferðabílum á Akureyri. Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Fjalar Úlfarsson, segir að lærdóm megi draga af þessu hræðilega slysi.  Fullt tilefni sé nú til að skoða hvort auka þurfi kröfur um ástandsskoðun hópferða- og flutningabíla og hvort þær ættu að vera tíðari.

„Atvinnutæki sem eru allajafna meira á ferðinni en einkabíllinn að þeir séu með tíðari skoðanir. Hvort það ætti að vera tvisvar á ári eða bara strangari skoðun,“ segir Fjalar.„Þetta gerðist og ef menn geta dregið lærdóm og bætt eitthvað úr þá er það mjög jákvætt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Í gær

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið
Fréttir
Í gær

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum