fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Sigling hinna fordæmdu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki góðir tímar þegar þykir glæpsamlegt að bjarga mannslífum. Carola Rackete hefur verið handtekin á Ítalíu – öfgamaðurinn Salvini, innanríkisráðherra landsins, kallar hana „glæpakonu“.

Glæpur hennar er að hafa bjargað fjörutiu flóttamönnum sem hröktust um í Miðjarðarhafi og sigla með þá til Ítalíu um borð í skipinu Sea Watch. Við getum starað í hneykslun á drukknaðan föður með barn sitt á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, en við skulum ekki gleyma þeim ótölulega fjölda sem ferst í Miðjarðarhafi á hverju ári – við það eitt að reyna að leita sér að betra lífi í hinni auðugu Evrópu.

Þetta minnir ögn á atburði sem urðu stuttu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Um þá var gerð kvikmynd sem nefnist Sigling hinna fordæmdu, hún er sannsöguleg. Um 900 gyðingar fengu leyfi til að sigla frá Hamborg árið 1939 með skipi sem nefndist St. Louis. Förinni var heitið til Kúbu.

En þegar þangað kom fékk skipið ekki leyfi til að leggjast að bryggju. Eftir langa bið í höfninni í Havana var haldið til Florida, en Bandaríkjastjórn leyfði farþegunum ekki að koma í land.

Ástandið um borð var þá orðið verulega bágborið, skortur á nauðsynjum og mikil örvænting. Skipstjórinn, Gustav Schröder, brá þá á það ráð að sigla aftur yfir Atlantshafið til Evrópu. Farþegunum var á endanum skipt á milli Hollands, Belgíu, Frakklands og Bretlands.

Þá var byrjuð heimsstyrjöld, um 600 af farþegunum sem voru um borð í St. Louis biðu bana í helförinni.

En skipstjórinn Schröder fékk ekki að stýra skipi framar. Hann þótti hafa tekið málstað gyðinganna sem hann flutti. Sýndi þeim virðingu og lét sér annt um velferð þeirra. Í augum nasistastjórnarinnar var þetta óviðurkvæmilegt athæfi, ef ekki glæpsamlegt, og Schröder féll í ónáð.

Schröder andaðist 1959. Þá hafði hann verið heiðraður af hinu nýja þýska sambandslýðveldi en síðar hlotnaðist honum sá heiður að vera settur meðal réttlátra í hinu magnaða helfararsafni Yad Vashem í Jerúsalem. Í kvikmyndinni var hann leikinn af Max von Sydow.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að