fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fyrsti íslamski kvendómari Bandaríkjanna fannst látin í Hudson-ánni

Sheila Abdus-Salaam fannst látin í Hudson-ánni í New York í gær

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheila Abdus-Salaam, fyrsti íslamski kvendómari Bandaríkjanna, fannst látin í Hudson-ánni skammt frá heimili sínu í Harlem í New York í gær.

Samkvænt ónefndum heimildum dagblaðsins New York Post hafði fjölskylda dómarans leitað til lögreglu fyrr um daginn og lýst eftir henni. Um hádegi barst lögreglu svo tilkynning um manneskju sem flaut í ánni. Að sögn lögreglu var hún alklædd og engir augljósir áverkar á líkinu þegar það fannst, en ekki hefur verið skorið úr um hver dánarorsökin er.

Abdus-Salaam, sem var 65 ára, var mikill frumkvöðull í Bandarískja dómskerfinu. Árið 1994 varð hún fyrsta múslimakonan til að dæma við efsta dómstig í einu ríkja Bandaríkjanna. Árið 2013 settist hún svo í áfrýjunardómstól New York-ríkis og varð þar með fyrsta svarta konan til að gegna dómaraembætti í áfrýjunardómstól í einu ríkja Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar