fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Bílaleiga á Spáni reynir að svíkja 100.000 krónur af Hrefnu: „Það er auðvelt að vera vitur eftir á!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, lenti í fjársvikum eftir dvöl með fjölskyldu sinni á Spáni. Hrefna deilir sögu sinni í Morgunblaðinu til að vara aðra við og brýna fyrir fólki að vera á varðbergi gagnvart svikum.

„Við fjölskyldan lentum í fremur leiðinlegu fjársvikamáli af hálfu bílaleigu á Spáni og viljum því vara fólk við að eiga viðskipti við viðkomandi fyrirtæki.“

Hrefna og fjölskylda leigðu bílaleigubíl af leigunni Rhodium í Alicante á Spáni. Rhodium er undirfyrirtæki annarar leigu, Goldcar.

„Þegar við tókum bílinn upplifðum við mikla pressu og jafnvel hótanir til að kaupa viðbótartryggingu þó við værum með fullkomnar tryggingar fyrir, en við létum ekki undan því.“

Bílinn sem þau fengu var töluvert skemmdur. Þar voru um 18 áberandi rispur. „Eftir á að hyggja hefðum við átt að neita að taka við bíl sem var svona mikið rispaður og skemmdur,“ segir Hrefna og bætir við að einnig hefði fjölskyldan átt að lesa umsagnir um fyrirtækin á netinu, en þá hefðu þau fljótt séð að fyrirtækið var umtalað fyrir svik.

„En það er auðvelt að vera vitur eftir á! Við lentum ekki í neinum óhöppum í dvölinni á Spáni og þar vorum við með bílinn í aflokuðu einkastæði allan tímann nema á keyrslu til og frá flugvelli. Því var ekki möguleiki á neinum rispum frá öðrum bílum í bílastæðum.“

Þegar Hrefna og fjölskylda skiluðu bílnum, í nákvæmlega sama ástandi og þau tóku við honum, var tekið á móti honum án athugasemda. Starfsmenn sögðu að allt liti vel út. „Og við treystum því, en gættum þess ekki að fá það skriflegt enda verulega tímabundin.“

Aðeins tveimur dögum síðar kom þá annað á daginn.

„Tveimur dögum eftir að við skiluðum bílnum kom krafa um nær 100 þ.kr. í viðgerðarkostnað vegna upploginna skemmda.“

Með kröfunni fylgdu myndir sem sýndu bæði rispur sem höfðu verið á bílnum þegar Hrefna fékk hann afhentan sem og myndir af meintum rispum sem voru svo óskýrar að ómögulegt að greina myndefnið.

Þessu vildi Hrefna ekki unna og mótmælti kröfunni. Leitaði hún bæði til GoldcarRhodium sem og Dohop, en það hafði ekkert að segja. Dohop hafði verið milligönguaðili að viðskiptunum og þótt þeir tilkynntu Hrefnu að þeir harmi atvikið þá geti þeir ekki slitið viðskiptasamband við Rhodium vegna þess.

„Goldcar/Rhodium fyrirtækin hafa ekki látið segjast við andmælum okkar, en svo virðist sem Goldcar sé aðalfyrirtækið, en noti Rhodium sem ódýrara skúffufyrirtæki, líklega til að leigja út lélegri bíla og stunda fjárkúganir.“

Málið er nú, að sögn Hrefnu, í höndum banka og tryggingafélag og vonar hún að með liðsinni lögreglunnar geti þessi fyrirtæki stöðvað glæpastarfsemi Goldcar.

„Við viljum allavega hvetja aðra ferðalanga til að að vera á varðbergi gagnvart þessum fyrirtækjum. Við hefðum átt að skoða betur umsagnir á netinu þar sem fram kemur að svoan fjársvik virðast vera daglegt brauð hjá þeim. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni