fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Sýrlensk flóttabörn gáfu Þjóðleikhúsinu leikföngin sín

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sýrlenskra flótta barna kom færandi hendi í Þjóðleikhúsið í dag. Færðu þau leikhúsinu leikföng sem koma til með að vera hluti af sýningunni Álfahöllin. Stefnt er að frumsýningu næsta laugardag.

Þjóðleikhúsið hefur undanfarna daga safnað 6107 leikfangafígúrum fyrir umrædda leiksýningu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Líkt og fram kemur í tilkynningu verða leikfangafígúrurnar hluti af heimi verksins og eru táknrænar fyrir þau 6.107 börn sem líða skort á Íslandi um þessar mundir.

„Þessar yndislegu mannverur eru nýfluttar til Íslands frá Sýrlandi. Eitt af þeirra fyrstu verkum var að gefa leikföngin sín í söfnun Þjóðleikhússins. Við ættum að taka þau okkur til fyrirmyndar. Það þarf ekki ríkidæmi til að gefa,“ ritar Halla R.H. Kristínarrdóttir starfsmaður miðasölu Þjóðleikhússins á facebooksíðu sína og birtir þar meðfylgandi mynd af hinum föngulega barnahóp.

Á facebooksíðu Þjóðleikhússins kemur fram að leikhúsinu hafi þótt sérstaklega vænt um þessa heimsókn. Þá kemur einnig fram að ennþá er möguleiki á að gefa leikföng í söfnunina. Ýmsar tegundir af leikföngum koma til greina, svo sem bangsar, brúður, playmokallar og þess háttar fígúrur. Að sýningum loknum munu leikföngin svo fá heimili þar sem þeirra er þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði