fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Eins og blindur fái sýn“

Nýjar hitamyndavélar bylting fyrir slökkviliðið – Níu slökkviliðsmenn útskrifast

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar hitamyndavélar sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk í sínar hendur nýverið eru bylting í slökkvistarfi. Vélarnar geta með nákvæmum hætti sýnt fólk og dýr í brennandi húsakynnum og auðvelda því reykköfurum verulega við björgunarstörf og eykur öryggi þeirra verulega. Reyndur slökkviliðsmaður orðar það svo að „það sé eins og blindur fái sýn“ þegar vélunum er beitt.

Blaðamaður og ljósmyndari DV hittu fyrir slökkviliðsmenn á æfingasvæði slökkviliðsins upp af Úlfarsárdal og fengu að fylgjast með lokaæfingu slökkviliðsnema sem útskrifast, ef að líkum lætur, í dag, föstudag. Níu nemendur munu að óbreyttu útskrifast og annar hópur af svipaðri stærð verður útskrifaður eftir mánuð. Eru þetta fyrstu slökkviliðsmennirnir sem útskrifaðir eru frá árinu 2015. Þá hefja 24 nemendur nám í næstu viku og má búast við að þeir útskrifist að tveimur árum liðnum.

Reykkafarar á leið inn í eldsvoða.
Inn í eldinn Reykkafarar á leið inn í eldsvoða.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ekki verið útskrifað frá 2015

Endurnýjunar er því þörf. „Auðvitað hefðum við þurft að fá að taka inn nemendur fyrr en það er eins og það er hvað varðar fjármagn. Við gerum eins og höfum leyfi og getu til,“ segir Óli Ragnar Gunnarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, sem heldur í alla þræði á æfingasvæðinu.

Æfingasvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er sem fyrr segir upp af Úlfarsárdal. Óli Ragnar segir að auk þess sitji liðið um húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem búið er að tæma og á að endurnýja eða rífa, til að æfa sig í. „Eins og gamla Baðhús Lindu P, við höfum verið að æfa þar kalda reykköfun. Þá æfum við okkur í rými þar sem eru langir inngangar og flókin húsakynni.“

Reykkafarar koma út úr reykfylltu rými, hafandi fundið og bjargað „manneskju“. Notast er við dúkkur sem þarf að finna og bjarga.
Björgun Reykkafarar koma út úr reykfylltu rými, hafandi fundið og bjargað „manneskju“. Notast er við dúkkur sem þarf að finna og bjarga.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sami reykur og hjá poppurunum

Á æfingasvæðinu tekst að endurskapa eða búa til aðstæður sem líkjast mjög því sem þarf að fást við í alvöru eldsvoða. Þar er bæði kveiktur raunverulegur eldur og einnig notast við reykvélar. „Þetta eru eins vélar og poppararnir eru að nota á sviðinu,“ segir Óli Ragnar.

Stefnir Snorrason, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sýnir virkni nýrra hitamyndavéla.
Vélarnar bylting Stefnir Snorrason, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sýnir virkni nýrra hitamyndavéla.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Greina fólk í brennandi húsum

Blaðamaður spyr Óla Ragnar um hitamyndavélarnar og biður hann um að lýsa virkni þeirra. Inni í brennandi húsi er hægt að beita hitamyndavélum þannig að hægt er að sjá manneskju þrátt fyrir hinn mikla hita sem eldurinn skapar. Hægt er að sjá útlínur á herbergjum og greina mismunandi hita, fólk og dýr til að mynda. „Speglar og vatn, göt á gólfum og fleira getur hins vegar platað þannig að slökkviliðsmenn verða að læra að beita vélunum. En þessar nýju vélar eru hins vegar mikil bylting, þær hjálpa okkur alveg svakalega.“ Þá hjálpi vélarnar líka í sjálfu slökkvistarfinu. Stundum sé eldur innan þilja og þá hjálpa vélarnar til við að staðsetja hann og koma í veg fyrir að rífa þurfi, nánast tilviljunarkennt, niður veggi og valda þar með meiri skemmdum en nauðsynlegt er.

Líkt og sjá má er manneskjan vel greinanleg í hitamyndavélinni, þrátt fyrir að kolniðamyrkur hafi verið inni í gámnum á æfingasvæðinu.
Sjá í myrkri Líkt og sjá má er manneskjan vel greinanleg í hitamyndavélinni, þrátt fyrir að kolniðamyrkur hafi verið inni í gámnum á æfingasvæðinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óli Ragnar bendir á að fleiri notkunarmöguleikar séu fyrir hendi og séu nýttir. Þannig hafi hitamyndavélar verið nýttar til að leita að fólki sem lent hefur í bílslysum og kastast út úr bílnum. Í myrkri getur myndavélin því fundið það fólk. Um er að ræða hitamyndavélar sem í grunninn eru eins og þær sem Landhelgisgæslan notar við leit úr þyrlum hjá sér, þótt þær vélar séu vitaskuld stærri og öflugri.

Ef grundvallaratriðum er ekki fylgt deyr einhver

Stefnir Snorrason, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að þrátt fyrir að hitamyndavélarnar séu mikil hjálp þá þurfi grundvallarkunnáttan alltaf að vera til staðar. „Þú þarft alltaf að vita af vegg því ef vélin bilar þarftu að rata heim aftur, fylgja honum út úr rýminu. Ef menn kunna ekki skil á þessum grundvallaratriðum og fylgja þeim, þá deyr einhver. Og það erum við að reyna að koma í veg fyrir með kennslunni hérna, við erum að reyna að gera þessa verðandi slökkviliðsmenn grjótharða. Ekki bara grjótharða þannig að þeir líti vel út á dagatölum heldur grjótharða uppi í kollinum. Það er til þess að þau verði ekki bara grjóthörð á dagatölunum og helmingurinn í kistunni.“

Verðandi slökkviliðsmenn glaðbeittir með leiðbeinendum sínum að lokinni æfingu.
Glaðbeitt Verðandi slökkviliðsmenn glaðbeittir með leiðbeinendum sínum að lokinni æfingu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi