fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 10:17

Noah Tomlin Credit: Hampton Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit stendur nú yfir að tveggja ára dreng sem virðist hafa horfið sporlaust af heimili sínu í Hampton í Virginíu í Bandaríkjunum.

Málið þykir allt hið dularfyllsta. Í frétt ABC11 kemur fram að móðirin hafi komið drengnum, Noah Tomlin, í rúmið að kvöldi sunnudags. Tíu tímum síðar, þegar móðirin fór inn í herbergi hans að huga að honum, var hann horfinn.

Reginald Williams, fulltrúi lögreglu, segir að lögregla reyni nú að átta sig á málinu og hvað nákvæmlega gerðist. Hann segist ekki útiloka neitt; þannig sé skoðað hvort drengurinn hafi verið numinn á brott eða hann vaknað og villst út af heimilinu.

Lögregla hefur biðlað til íbúa á svæðinu að hafa augun hjá sér. Leit í nágrenni við heimilið hefur engan árangur borið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað