fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Trump um konuna sem sakar hann um nauðgun: „Hún er ekki mín týpa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur neitað ásökunum rithöfundarins E Jean Carroll um að hann hafi nauðgað henni um miðjan tíunda áratuginn. Ásakanirnar setur Carroll fram í nýrri bók sinni. Nokkrir dagar eru síðan Trump neitaði ásökununum en ummæli um málið sem höfð eru eftir honum í fjölmiðlum í dag hafa vakið mikla athygli. Þar teflir hann fram sem einni röksemd gegn ásökunum Carroll að hún sé ekki „mín týpa.“ Trump sagði þetta í viðtali við fjölmiðilinn The Hills en The Independent tekur málið upp ásamt fleiri fjölmiðlum.

Carroll heldur því fram að Trump hafi nauðgað henni inni í mátunarklefa í Bergdorf Goodman versluninni á Manhattan árið 1995 eða 1996. Carroll segist hafa varist árás Trumps af krafti en honum hafi tekist að koma nærbuxum hennar og að líkindum þrengja sér inn í leggöng hennar eitt augnablik áður en henni tókst að flýja af vettvangi.

Eftirfarandi er haft eftir Trump um málið í dag:

„Ég veit ekkert um þessa konu. Ég veit ekkert um hana. Hún er – það er bara hræðilegt að fólk geti komið með svona yfirlýsingar.“ Áður hafði Trump neitað því að hafa nokkurn tíma séð Carroll en svo kom í ljós gömul ljósmynd sem sýnir þau bæði saman. Trump segir enn fremur:

„Ég segi þetta með mikilli virðingu: Númer eitt, hún er ekki mín týpa. Númer tvö: Þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei. Ok?“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum