fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Eitrun í kræklingum

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 29. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð þörungaeitrun hefur mælst í kræklingum í Hvalfirði að undanförnu. Af þeim sökum hefur fyrirhugaðri kræklingaferð Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna í Hvalfjörð á laugardag verið aflýst.

Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun vakta þörungaeitur í bláskelinni, en svo er kræklingurinn einnig nefndur, og nú bregður svo við að varað er við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði þar sem svonefnd DSP-eiturefni eru yfir viðmiðunarmörkum.

Almenna þumalputtareglan þegar farið er í kræklingafjöru er að óhætt sé að tína kræklinginn í þeim mánuðum sem hafa „r“ í nafninu. Þetta er vegna þess að þörungablómi og eiturefni honum fylgjandi aukast yfir sumarmánuðina þegar hitastig sjávar hækkar. Þörungaeitrið hefur hins vegar verið viðvarandi í Hvalfirðinum í vetur sem er afar óvenjulegt.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands er undirstrikað að eiturefni hafi ekki mælst í kræklingi í Breiðafirði síðustu mánuði. Jafnframt er allur kræklingur sem ræktaður er til sölu alltaf mældur og vottaður öruggur til neyslu áður en hann fer í búðir. Í stað kræklingaferðarinnar sem fara átti á laugardag hefur eldfjalla- og gjótugöngu um Búrfellsgjá, sem fara átti fram 2. maí, verið flýtt til laugardags klukkan 11.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd