fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Arnar var óánægður með Olís – Nú hefur málið fengið farsælan endi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afreksíþróttamaðurinn Arnar Helgi Lárusson gagnrýndi bensínstöðina Olís harðlega í myndbandi sem hann birti á Facebook og DV greindi frá, um daginn, þar sem hann benti á að endurskoða þyrfti aðgengi á Olísstöðvum. Nú  hefur málið fengið farsælan endi.

Arnar var óánægður með að geta ekki tekið Adblue, díselútblástursvökvann, á Olísstöðvum án aðstoðar.  Greiðslustöðinni hafði verið komið fyrir ofan á háum kanti sem Arnar, sem er lamaður og notar hjólastól, komst ekki að. Þurfti Arnar því að leita aðstoðar starfsmanna til að greiða fyrir vökvann sem honum þótti óásættanlegt.

Í nýju myndbandi greinir Arnar nú frá því að Olís hafi staðið sig í stykkinu.

„Olís er búið að standa sig núna. Kominn þessi fíni rampur. Eins og ég var fúll í síðustu viku yfir að það væri ekki rampur, þá gæti ég ekki verið ánægðari núna yfir þessum góðu viðbrögðum.“

Sýnir Arnar í myndbandinu hvernig hann getur nú greitt fyrir vökvann og dælt honum með nýkomnum rampi.

„Klikkar ekki. Núna er Olís að standa sig. Takk fyrir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu