fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

90% ferðamanna gefa Reykjavík frábæra einkunn

Gistinætur ferðmanna voru 5,2 milljónir í fyrra

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reynsla ferðamanna af Reykjavík árið 2016 var mjög jákvæð en níu af hverjum tíu sumargestum og tæplega 92% gesta vetrargesta töldu reynsluna af borginni frábæra eða góða. Einungis 1% töldu hana slæma. Ferðamenn segjast ætla að mæla með borginni við aðra eða 96% gesta utan sumartíma og 94% sumargesta. Erlendir gestir borgarinnar eru ánægðastir með sundlaugarnar af þeim þáttum sem spurt var um,“ segir í fréttatilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RFF) framkvæmdi fyrir Höfuðborgarstofu árið 2016. Könnunin var gerð meðal erlendra brottfaraþega í Leifsstöð en alls fengust þrjú þúsund gild svör. Niðurstöðurnar eru jafnframt fengnar úr greinagerð sem byggir á sambærilegum könnunum (RFF) fyrir Höfuðborgarstofu í þrettán ár eða frá 2004-2016.

Þá kemur fram að á síðasta ári komu tæplega 1,8 milljónir gesta til landsins. Langflestir þeirra eða um níu af hverjum tíu gistu í Reykjavík og að jafnaði í fjórar til sex nætur. Samkvæmt því voru gistinætur í borginni í fyrra um 5,2 milljónir og má lauslega áætla að ferðamenn hafi eytt 160 milljörðum króna miðað við fjölda gistinátta og 30 þúsund kr. meðalútgjöld á dag,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að þá séu ekki tekjur fyrirtækja sem staðsett eru í Reykjavík og gera út á ferðir um allt land eða eru með aðra ferðaþjónustustarfsemi á landsvísu. „Það er því verðugt rannsóknarefni að skoða betur heildarhagsmuni Reykjavíkur af ferðaþjónustu og margfeldisáhrif þessarar sívaxandi atvinnugreinar fyrir borgina.“

+Þrátt fyrir sívaxandi fjölda ferðamanna í Reykjavík er ánægja þeirra með áfangastaðinn mikil og hefur viðhorf þeirra til einstakra þátta verið svipuð ár frá ári sem er virkilegt gleðiefni. Ákveðnar vísbendingar eru um að ánægjan sé örlítið að lækka á vissum þáttum afþreyingar í borginni eins og með veitingastaði og verslun og er afar líklegt að styrking krónunnar hafi þar áhrif á. Á heildina litið eru ferðamenn þó mjög ánægðir með áfangastaðinn Reykjavík og allt að 96% þeirra segjast ætla að mæla með Reykjavík við vini og fjölskyldu. Það segir okkur að við tökum vel á móti gestum okkar sem íbúar og áfangastaður. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar fyrir borgina og íbúa hennar,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, um niðurstöðurnar.

Aðrir athyglisverðir punktar:

  • 80% ferðamanna höfðu farið á veitingahús í Reykjavík, en það hlutfall hefur farið hækkandi undanfarin ár.

  • Veitingahúsin fengu meðaltals einkunn uppá 8 frá gestum. Ánægja gesta er að aukast frá ári til árs.

  • 60% gesta sögðust hafa verslað í höfuðborginni. Það hlutfall fer einnig vaxandi sem og ánægja gesta með veitingastaðina.

  • Ríflega þriðjungur gesta fór í skipulagða dagsferð frá Reykjavík á síðasta ári og er mikil ánægja með þær. Meðaltals einkunn 8,5.

  • Ferðamenn eldri en 55 ára segist frekar sækja söfn og sýningar en yngri hópurinn. Yngra fólkið fór hins vegar frekar í sund en alls fóru þrír af hverjum tíu fór í sund. Frá því mælingar hófust hefur sund fengið hæstu meðaleinkunnina af þeim afþreyingarmöguleikum sem spurt er um eða um 8,6.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“