fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna starfslokasamninga 100 milljónir á átta árum: „Mikil sóun á almannafé og algjörlega óásættanlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í svari mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um starfslokasamninga borgarinnar frá 2011-2018, kemur í ljós að samtals voru gerðir 23 starfslokasamningar, og námu viðbótargreiðslur vegna þeirra rúmum 100 milljónum á tímabilinu. RÚV greinir frá.

Í fyrra voru gerðir starfslokasamningar við fimm manns og er samanlögð upphæð samninganna 38 milljónir, eða 7.6 milljónir á hvern starfsmann að meðaltali.

Árið á undan, 2017, gerði Reykjavíkurborg starfslokasamninga við tvo starfsmenn, hvers heildarkostnaður nam rúmlega einni milljón króna.

Árið 2016 kostaði hinsvegar uppgjör við jafnmarga starfsmenn hinsvegar 12.5 milljónir.

Í svarinu kemur fram að í flestum starfslokasamningum hafi verið samið um sérstakt vinnuframlag/ráðgjöf eftir að störfum starfsmanns lauk.

Meirihlutinn í borgarstjórn lét bóka á borgarráðsfundi í gær, að samkomulag um starfslok væri undantekning, sem í flestum tilfellum væri aðeins gert þegar um viðkvæm starfsmannamál væri að ræða, eða þegar viðkomandi væri beðinn um að klára eða fylgja eftir sérstökum verklokum eftir starfslok sín.

Sóun á almannafé

Vigdís Hauksdóttir gagnrýndi þetta fyrirkomulag í bókun sinni:

„Fyrir 10 mánuðum lagði ég fram fyrirspurn í borgarráði um starfslokasamninga sem borgin hefur gert við starfsmenn. Það er með ólíkindum hvað svarið berst seint þrátt fyrir miklar eftirspurnir eftir svari við fyrirspurninni. Alls hafa verið gerðir 23 starfslokasamningar á árunum 2011-2018 og kostnaðurinn við þá eru rúmar 100 milljónir. Þetta er mikil sóun á almannafé og algjörlega óásættanlegt.“

Í svarinu kemur fram að tafirnar séu vegna þess að skipt hafi verið um mannauðs- og launakerfi árið 2016 og erfitt hafi reynst að nálgast upplýsingar úr eldra kerfinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja