fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Norski ferðamannaiðnaðurinn varar við skemmtiferðaskipum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 08:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er svo komið að of mikið af skemmtiferðaskipum koma til Noregs. Komur þeirra skemma lífsgæði heimamanna og skaða orðspor landsins. Svona hljóða skilaboðin frá NHO Reiseliv sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðamanna- og afþreyingaiðnaðinum.

Kristin Krohn Devold, forstjóri NHO, sagði á TV2 á sunnudaginn að Norðmenn glími við vanda vegna mikils ferðamannastraums á suma staði í landinu á ákveðnum árstímum og þessi vandi tengist að mestu skemmtiferðaskipum. Hún telur að þessi mikli fjöldi ferðamanna skaði orðspor norskra bæja og annarra viðkomustaða ferðamanna og óttast að ástandið verði eins og í Feneyjum og í Barcelona. Þar eru heimamenn orðnir langþreyttir á miklum fjölda ferðamanna sem hafa mikil áhrif á innviði og samfélagið í heild.

Þess utan sagði Devold að farþegar skemmtiferðaskipa skilji ekki næga peninga eftir í Noregi. Þeir sem koma akandi langar leiðir til að búa í viku á hóteli eyði miklum peningum en eigi orðið erfitt með að komast leiðar sinnar vegna farþega skemmtiferðaskipa.

Á undanförnum sjö árum hefur farþegum skemmtiferðaskipa, sem fara í land í Noregi, fjölgað um tæplega 1,5 milljónir eða rúmlega 56 prósent. Reiknað er með að fjórar milljónir farþega skemmtiferðaskipa heimsæki Noreg á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað