fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hundur beit ungbarn í andlitið: „Þú mátt alveg klappa honum“

18 mánaða stúlka í Englandi hlaut djúp bitsár í andlitið – Eiganda hundsins var alveg sama

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundur ókunnugs manns réðst á 18 mánaða stúlku í Englandi og beit hana tvívegis í andlitið.

Stúlkan, Ophelia, var með móður sinni í biðröð við bílaverkstæði í enska bænum Heanor þegar atvikið átti sér stað þann 3. apríl í síðustu viku, samkvæmt frétt á Nottingham Post.

Elskar hunda

Móðir stúlkunnar, Nicol Rozic, rak augun skyndilega í mann sem beið með þeim og hafði hund meðferðis. Dóttir Nicol, Ophelia, hefur mikið dálæti á hundum og fór því að teygja sig í átt til hans, þar sem hún sat í barnakerrunni glöð í bragði.

Nicol spurði manninn hvort dóttir sín mætti ekki klappa hundinum og hvort hann væri nokkuð grimmur. „Nei, nei! Þú mátt alveg klappa honum,“ svaraði maðurinn.

Læsti tönnunum í barnið

Í sömu andrá og Ophelia byrjaði að klappa hundinum, sem var af gerðinni Red Pointer, beit hann hana af fullum krafti í andlitið. Ophelia hlaut djúp sár undir hökuna og á aðra kinnina.

Árásin átti sér stað utan við þetta bílaverkstæði.
Bærinn Heanor í Englandi Árásin átti sér stað utan við þetta bílaverkstæði.

Starfsfólk bílaverkstæðisins hringdi á sjúkrabíl og var 18 mánaða stúlkan þegar flutt á spítala. „Þetta var allt saman mjög sláandi, við hringdum bara á sjúkrabíl og þráspurðum hana hvort það væri allt í lagi. Ég vona að hún jafni sig,“ sagði einn starfsmaður sem var á vakt.

Eigandi hundsins fór af vettvangi

Nicol var kasólétt og átti því erfitt með að stía hundinum frá dóttur sinni. „Hann beit hana í tvígang í andlitið og eigandinn stóð bara þarna og gerði ekki neitt!“ segir Nicol.

Maðurinn virtist ekkert gera til að halda aftur af hundi sínum, þrátt fyrir að hann væri að ráðast á 18 mánaða gamla stúlkuna – og verra en það, maðurinn yfirgaf svæðið alfarið!

Hann á að hafa sagt við Nicol að hann ætlaði að fara með hundinn upp í bíl til sín og koma aftur. En í framhaldi af því ók maðurinn bara á brott og síðan þá hefur hvorki sést tangur né tetur af honum.

Ophelia áður en að hún var bitin af hundinum.
Lífsglöð stúlka Ophelia áður en að hún var bitin af hundinum.

Á batavegi

Ophelia var saumuð síðastliðinn mánudag í kjölfar árásarinnar. En hún þurfti að leggjast aftur inn á spítala tveim dögum síðar, vegna sýkingar sem hún hafði fengið í sárin.

Hún er nú á batavegi og vonast skurðlæknirinn til þess að sárin grói vel, svo að sem minnst muni bera á örunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna