fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kanna nýtingu jarðhita við Bolöldu á Hellisheiði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 07:50

Fær Hellisheiðarvirkjun nágranna?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðhitafyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur fengið úthlutað rannsóknarleyfi vegna rannsókna á háhita við Bolöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið, sem var stofnað 2008 af Guðmundi Þóroddsyni fyrrum forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gunnari Erni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að það hefði ekki sótt um rannsóknarleyfið nema það teldi svæðið áhugavert. Hann sagði að fyrirtækið telji að svæðið geti staðið undir allt að 100 MW virkjun af uppsettu afli en það hafi þó ekki verið rannsakað.

Haft er eftir Gunnari Erni að stefnt sé á að rannsóknir hefjist á þessu ári en leyfið gildir til ársloka 2021. Stefnt sé á að einhverjar niðurstöður liggi fyrir innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það sé áhugavert taki langt ferli við.

Rannsóknir sem íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) gerðu á svæðinu gáfu einhverjar vísbendingar um stöðuna á því. Haft er eftir Gunnari að farið verði í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum