fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg bráðnun á Grænlandi – Tveir milljarðar tonna af ís bráðnuðu á einum degi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 17:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 13. júní bráðnuðu tveir milljarðar tonna af ís á Grænlandi vegna hlýinda en hlýindatíminn byrjaði óvenju snemma þetta árið. Það var svo hlýtt þennan dag að ís bráðnaði á 40% þessa gríðarstóra lands.

Í tísti frá Polar Portal rannsóknarstofnunnin segir að þetta sé óvenjuleg bráðnun svona snemma tímabilsins en þó sé þetta ekki í fyrsta sinn sem svona lagað hefur gerst. Bráðnunin varð vegna nokkurra þátta sem allir eiga sinn þátt í að gera aðstæður fyrir ís verri. Bráðnunartíminn á Grænlandi er frá júní og fram í ágúst en mesta bráðnunin á sér stað í júlí og því vekur þessi mikla bráðnun nú í júni mikla athygli.

CNN hefur eftir Thomas Mote, sem rannsakar loftslag á Grænlandi, að stöðunni nú megi líkja við það sem var í júní 2012 en það ár var metár varðandi bráðnun. Þessi mikla bráðnun núna skapar skilyrði fyrir enn meiri bráðnun er líður á sumarið því ísinn sem eftir er veikari en ella segir Mote.

Miðað við niðurstöður rannsóknar, sem voru birtar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences fyrr á árinu þá fjórfaldaðist bráðnun Grænlandsjökuls frá 2003 til 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað