fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Guðmundar- og Geirfinnsmál fyrir Hæstarétt eftir páska

Alls óljóst hversu langan tíma málareksturinn tekur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundar- og Geirfinnsmálin verða lögð fyrir Hæstarétt fljótlega eftir páska. Endurupptökunefnd féllst í janúar á að taka bæri upp mál þeirra Sævars Ciesielski, Alberts Klahn Skaftasonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Guðjóns Skarphéðinssonar en þeir voru allir dæmdir fyrir aðild að hvörfum þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Nefndin hafnaði hins vegar endurupptökubeiðni Erlu Bolladóttur.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málunum segir í samtali við blaðið að þeir sem fóru fram á endurupptöku, og nefndin heimilaði að taka málin upp, verði gert að mæta fyrir Hæstarétt. Þeir fái síðan frest til að skila greinargerð í málinu.

Að sögn Davíðs eru einkum þrjár niðurstöður líklegar: að þess verði krafist að sakfellingarnar standi, að fallið verði frá ákæruliðum eða að saksóknari fallist á sýknukröfu. Málið sé umfangsmikið og ómögulegt sé að átta sig á hversu langan tíma það geti tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“