fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 08:00

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, var einn þeirra sextán sem sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Hann hefur nú dregið umsókn sína til baka og gagnrýnir störf hæfisnefndar um skipan í embættið og segir að starf hennar sé „í hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra jafnframt við mistökum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að Benedikt segi að hæfisnefndin vanræki að horfa til þess að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta kemur fram í bréfi sem Benedikt sendi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hann dregur umsókn sína um stöðuna til baka.

Hann segir að eitt af stærstu verkefnum verðandi seðlabankastjóra sé að undirbúa sameininguna við Fjármálaeftirlitið um næstu áramót og auk þess séu fleiri breytingar boðaðar í nýju lagafrumvarpi.

„Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar.“

Segir Benedikt í bréfinu og bætir við:

„Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt. Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“

Segir hann og bendir á að forsætisráðherra hefði auðveldlega getað leiðbeint nefndinni um að hún ætti að horfa fram á við en ekki um öxl. Hann segir að vinnubrögðin standist ekki þær kröfur sem þarf að gera til stjórnsýslu.

„Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“