fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Meðferðarsetur fyrir börn með snjallsímafíkn

Hefur barnið þitt orðið snjallsímanum að bráð?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi vel hefur verið varað við hættunni sem stafar af því að húka fyrir framan snjallsíma nótt sem nýtan dag. Fólk á öllum aldri verður hátt tækjunum en börn og unglingar verða hvað verst fyrir barðinu á þeirri fíkn sem þróast getur út frá óhóflegri snjallsímanotkun. Þetta kemur fram í grein á Sky News.

Engar stofnanir hafa sérhæft sig í því að sporna gegn snjalltækjanotkun ungmenna – áður en meðferðarsetrið reSTART Life Centre í Seattle kom til sögunnar.

Stofnunin reSTART er sú eina sinnar tegundar í heiminum í dag, enda hefur hún notið feikilegra vinsælda. Hún hefur það að sjónarmiði að leysa börn og unglinga úr fjötrum farsíma sinna, en hún býður einnig upp á meðferðir fyrir börn háð hefðbundnum tölvuleikjum sem spilaðir eru á tölvuskjám.

Símar brengla skynbragð

„Þegar þú lætur ung börn hafa þessi tæki og þau truflast af hreyfingunni, litadýrðinni og hljóðunum frá þeim, er það nógu mikill athyglisþjófur til að brengla alla meðfædda skynjun barna fyrir hreyfingu, uppgötvunum og félagslegum tjáskiptum.“ Þetta segir Dr Hilarie Cash í samtali við Sky News, en hún er stofnandi reSTART.

Hún er ötull talsmaður þess að fjölskyldur eigi að takmarka snjalltækjanotkun sína við ákveðna tímaramma yfir daginn – en ekki bara börn og unglingar, heldur fullorðnir líka!

Einnig mælist hún til þess að fjölskyldur reyni að nálgast vandann í sameiningu. „Ég tel það afar brýnt að fjölskyldan komi saman og ræði um sess snjalltækja í lífi sínu: hve mikið sé gott, hve mikið sé í lagi og hve mikið þurfi til að notkunin komi niður á fjölskyldutengslum, ábyrgðarhlutverkum, svefni og öðrum hlutum.“

Fjölskylda opnar sig um fíkn barnanna

Ráð þetta væri orð í tíma talað hjá Koch fjölskyldunni í Los Angeles. Tvö börn til húsa þar, hin 7 ára Sophia og hinn 14 ára Michael, þjást af langvarandi tækjafíkn og eru foreldrar þeirra uggandi yfir því.

Faðir þeirra, Robert Koch segir: „Ég refsað honum og sagt að ef hann taki ekki til í herberginu sínu þá gerist þetta og hitt. En ef ég segi að ég svipti hann spjaldtölvunni ef hann taki ekki til í herberginu sínu þá verður hann algerlega taugatrekktur.“

„Þetta er komið á það stig að þú þurfir að hótar börnum svona: þú segist munu kippa burtu tækjunum og þau fríka alveg út,“ bætir Robert við.

Móðir barnanna, Tammy, er líka áhyggjufull yfir þeim mikla tíma sem þau verja niðursokkin í síma sína. „Þegar ég sé þessi viðbrögð lítur hann [Michael] út fyrir að vera ánetjaður.“

Óttast að skerða atvinnuhorfur barnanna

Þau Robert og Tammy Koch segja það samt tvíeggjað vopn að banna snjallsímanotkun.

Sú tilhugsun veldur þeim áhyggjum að takmarkaður aðgangur barnanna að netheimum og nýjungum í tækni verði þess valdandi að þau nái ekki að fóta sig eins vel á vinnumarkaði og ella.

En Dr Cash, stofnandi reSTART þvertekur fyrir þetta. Hún segir rannsóknir renna stoðum undir það að fólk geti lært alla nauðsynlega tæknikunnáttu, sem hæfniskröfur helstu tæknifyrirtækja gera ráð fyrir, á innan við ári. Fólk þurfti því ekki að hafa verið „fíklar“ í æsku til að fá góð tækifæri á vinnumarkaðinum.

Skiptar skoðanir barnanna

Dr Cash segir meðferðarsetur sitt hafa hjálpað fjölda barna að sjá ljósið handan símaskjásins.

Meðal sjúklinga á reSTART-setrinu er Xander, en hann er búinn að vera í meðferð í 4 vikur. „Farðu og skoðaðu heiminn, það er heill heimur að skoða og ef þú ert að bara að stara á skjáinn þá er það óhollt.“

Michael Koch, sem fjallað var um áðan, tekur ekki í sama streng. Hann vill meina að sín kynslóð hafi einfaldlega alist upp ásamt snjalltækjunum og geti lítið að því gert. „Ég álít mig ekki háðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi