fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Gagnrýnin gagnrýnd: Fór Hamrén yfir strikið eða mátti hann þefa?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um það tiltæki Eric Hamrén landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu að draga upp stóran vindil á blaðamannafundi eftir landsleikinn við Tyrki í gærkvöld, þefar af honum og gefa sterklega í skyn að hann ætlaði að fagna sigrinum með því að reykja vindilinn. Raunar eru líka skiptar skoðanir á gagnrýni Krabbameinsfélags Reykjavíkur á þetta tiltæki Svíans en formaður félagsins hefur ritað KSÍ bréf vegna málsins. Guðlaug segir að athæfið samrýmist ekki forvarnarstefnu ÍSÍ.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Guðlaug það sérkennilegt að flagga tóbaki í mynd og viðtali eftir leikinn: „Það finnst mér afskaplega ósmekkleg og skrýtin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessara aðila.“

Gísli F. Valdórsson, almannatengill hjá KOM, segir hins vegar um málið á Twitter-síðu sinni:

„Það er alltaf eitthvað. Reyndar átti Hamrén svo sannarlega skilið góðan vindil í gær. Ég er aðallega forvitinn um það hvernig vindill þetta var.“

Á Facebook-síðu Morgunblaðsins, þar sem fréttinni er deilt, er mikil umræða um málið. Þar skrifar einn lesandi:

„Dreptu mig! Móðgunargirni ýmissa aðila í forsvari fyrir hin og þessi ágætu félög er orðin þremur of stór. Elska vindlalykt.

Og annar skrifar:

„Meira ruglið. Ekkert má nú. Ætti KSÍ ekki að taka á daglegri munntóbaksnotkun leikmanna víða um land áður en það ræðst á fullorðinn mann fyrir að gefa eitthvað í skyn?!“

Einn lesandi bendir hins vegar á að ætli Eric Hamrén sér ekki að vera fyrirmynd eigi hann að fást við eitthvað annað, og segir enn fremur:

„Sumt fólk tekur að sér samfélagsstöður sem krefjast þess að það sé til fyrirmyndar. Ekkert að því að hann fagni á sinn hátt en annað mál að hann auglýsi það fyrir alþjóð og stuðli þannig að reykingum.“

Stór hluti þátttakenda í þessum umræðum kalla gagnrýnina væl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar