fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hryðjuverk í St. Pétursborg: Sá grunaði frá Kyrgyzstan

Lestarstjórinn hylltur sem hetja – Þjóðarsorg í þrjá daga

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld hafa lýst yfir þjóðarsorg í þrjá daga í kjölfar hryðjuverksins í neðanjarðarlestarkerfi St. Pétursborgar í gær. Ein sprengja sprakk með þeim afleiðingum að fjórtán einstaklingar létu lífið en 49 slösuðust. Þá náðu sprengjusérfræðingar að aftengja aðra sprengju á ótilgreindum stað.

Lestarstjórinn hylltur sem hetja

Lestin, sem varð vettangur árásinnar, var á leiðinni frá Tekhno­logichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Lestarstjórinn er hylltur sem hetja í rússneskum fjölmiðlum en hann brást hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á áfangastað. Með því auðveldaði hann aðgengi að lestinni til muna fyrir björgunarmenn og talið er að það hafi skipt sköpum varðandi hversu mörgum tókst að bjarga.

Sá grunaði frá Jalilov

Greint hefur verið frá því að sá sem grunaður er fyrir hryðjuverkið í St. Pétursborg í gær heiti Akbarzhon Jalilov og er frá Kyrgyzstan. Hann er fæddur árið 1995 og er því 22 ára gamall. Sögusagnir eru á kreiki að um sjálfsmorðsárás sé að ræða en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Yfirvöld í Kyrgyzstan lýstu því yfir að þau myndu gera allt til þess að liðka fyrir rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar