fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Áfram í gæsluvarðhaldi fyrir hrottalega árás gegn barnsmóður

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem í janúar síðastliðnum var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir hrottalega árás gegn sambýliskonu sinni mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur hefur dæmt í máli hans. Maðurinn var dæmdur fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás en dómnum var áfrýjað og var manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan máls hans er til meðferðar.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið sambýliskonu sinni fanginni á heimili þeirra og ítrekað beitt hana grófu ofbeldi og hótunum. Meðal annars kemur fram í dómnum að maðurinn hafi tekið hana kverkataki, kýlt hana margsinni í andlit, höfuð og líkama og rifið í hár hennar.

Þá kemur fram að hann hafi hótað konunni ítrekað lífláti og þrýst hnífi að háldi hennar og hótað að stinga hana ef hún þegði ekki. Einnig kemur fram að hann hafi áreitt konuna kynferðislega og þvingað hana til að hafa við sig munn og endaþarmsmök, auk þess sem hann hafi tekið myndir af kynfærum hennar.

Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni en fyrir dómi voru lýsingar hans á atburðinum afar ólíkur lýsingum konunnar. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannsins væru alvarleg og ófyrirleitin og þá kom fram í vottorði sálfræðings að konan hefði upplifað ótta, hjálparleysi og lífshættu á meðan á árásinni stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar